Ákvæðisvinna

Ákvæðisvinna

Ákvæðisvinnustofan

Ákvæðisvinnugrundvöllur rafiðna er hluti af kjarasamningi milli Rafiðnaðarsambands Íslands (RSI) og SART-Samtaka rafverktaka. Ákvæðisvinnustofa rafiðna hefur umsjón með framkvæmd hans í umboði samtakanna.

 

Ákvæðisvinnunefnd 

Ákvæðisvinnunefnd fer með stjórn Ákvæðisvinnustofu Rafiðna. Nefndin er skipuð eftirtöldum aðilum:


Frá RSÍ:


  • Andri Reyr Haraldsson, aðalmaður
  • Sigurður Freyr Kristinsson, aðalmaður
  • Jökull Harðarson , varamaður
  • Oddur Bogason, varamaður


Frá SART:


  • Kristbjörn Óli Guðmundsson, aðalmaður
  • Sigurður Svavarsson, aðalmaður
  • Sigurjón Hólm Magnússon, varamaður
  • Guðjón Guðmundsson, varamaðurÁkvæðisvinna

Ákvæðisvinnugrunnur er fyrir fram ákveðin tími fyrir ákveðið handverk, eins og að setja upp ljós , setja upp lagnaleiðir, tengja raflagnabúnað o.sv.frv. 

Úr verður listi með tímaeiningum þar sem hægt er að telja einingafjölda fyrir unnin verk og margfalda með einingarverði sveina samkvæmt kjarasamning, til þess að sjá útkomu kostnaðar á verki.


Starfsfólk í ákvæðisvinnu

Starfsfólk er á sínum grunn mánaðarlaunum en getur aukið mánaðarlegar tekjur sínar í ákvæðisvinnu með því að skipuleggja vel sína vinnu og nota vinnudaginn sinn vel, hvort sem er í hóp þar sem skipt er hagnaði að verki loknu eða einsamalt í tilteknu verkefni.


Rafverktakar með ákvæðisvinnu

Ákvæðisvinnugrunnurinn nýtist rafverktökum við tilboðsgerð. Áhugi starfsfólks fyrir verkefnunum eykst og rannsóknir sýna að veikindadögum starfsfólks fækkar ásamt því að verkefnum getur lokið á undan áætlun svo hægt er að fara fyrr í önnur verkefni.


Innskráning

Hafa samband

Hafa samband

Til þess að sækja um aðgang að rafrænum ákvæðisgrunni er hægt að senda okkur tölvupóst eða hafa beint samband við Ómar Rósenberg Erlingsson í síma 540-0160

API aðgangur

API aðgangur

Aðgangur að API fyrir uppflettingu í ákvæðisgrundvelli.

Kemur síðar

Upplýsingar

Upplýsingar

Hér má finna ýmsar upplýsingar varðandi ákvæðisvinnu